
Dágóður hópur afkomenda vesturfaranna, ásamt heimafólki, var mættu við afhjúpun skiltisins. Ljósm. sá
Skilti til minningar um vesturfarana
Síðastliðinn sunnudag var við höfnina í Stykkishólmi afhjúpað nýtt minningarskilti um snæfellska vesturfara. Skiltið er unnið í samvinnu við ættfræðifélagið Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki í Norður-Ameríku, og annars staðar í heiminum, að finna og efla tengsl sín við Ísland.