Fréttir
Ásthildur og Bjarni Þór á góðri stund.

Fjórða bókin um Bínu Ásthildar og Bjarna Þórs komin út

Á dögunum kom út bókin Bína fer í sveit eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur. Bókin er myndskreytt af Bjarna Þór Bjarnasyni myndlistarmanni á Akranesi. Þetta er fjórða bók þeirra um Bínu. Í samtali við Skessuhorn segir Ásthildur, sem er talmeinafræðingur að mennt, að Bínu hafi frá upphafi verið ætlað að leggja grunn að góðum boðskiptum, styrkja orðaforða og málskilning ungra barna. Hún hjálpi þeim líka með sjálfsstjórn og minni. Fyrst og fremst er hún skemmtileg og hún höfðar til allra barna.

Fjórða bókin um Bínu Ásthildar og Bjarna Þórs komin út - Skessuhorn