Fréttir
Tveir af skipuleggjendum litahlaupsins, þær Marta Magnúsdóttir og Dagný Rut Kjartansdóttir, stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Texti og myndir: tfk

Skólahlaup Grunnskóla Grundarfjarðar var litríkt – myndasyrpa

Nemendur og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar gerðu sér glaðan dag föstudaginn 29. ágúst. Þá fór skólahlaupið fram en það átti að fara fram síðasta vor en var slegið á frest vegna veðurs. Sami háttur var hafður nú í ár eins og í fyrra en hlaupið var í gegnum nokkrar litastöðvar þar sem hlauparar voru baðaðir hinum ýmsu litum og fólk kom ansi litskrúðugt í mark. Íbúar bæjarins tóku virkan þátt í gleðinni og mönnuðu litastöðvarnar og héldu uppi stemningu. Að loknu hlaupi var svo hægt að fá sér hressingu í boði skólans.

Skólahlaup Grunnskóla Grundarfjarðar var litríkt - myndasyrpa - Skessuhorn