Fréttir
Frá vígslu verksins. Ljósm. af

Listaverkið Frelsisleið afhjúpað á Hellissandi

Síðastliðinn laugardag var nýtt listaverk vígt á Hellissandi að viðstöddu fjölmenni. Verkið er eftir listamanninn Jo Kley og ber nafnið Frelsisleið (Know yourself). Verkið er staðsett í Krossavík þar sem það fellur mjög vel að umhverfinu. Kristinn Jónasson bæjarstjóri bauð gesti velkomna, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hélt ræðu og listamaðurinn Jo Kley sagði frá verkinu. Að athöfn lokinni var boðið til veitinga í Þjóðgarðsmiðstöðinni.

Listaverkið Frelsisleið afhjúpað á Hellissandi - Skessuhorn