Fréttir
Hópurinn ríður í gegnum hlaðið á Þórdísarstöðum áður en lagt er af stað á Bárarháls. Ljósmyndir: tfk

Stór hópur hestamanna í árlegri Eyraroddareið

Fyrir um það bil tíu árum síðan fengu þrír félagar hugmynd um að skipuleggja hestaferð. Þeir Hallur Pálsson bóndi á Naustum, Friðrik Tryggvason og Gunnar Jóhann Elísson létu verða af þessu og úr var hestaferð um Framsveitina í Grundarfirði. Hallur ræður för og ávallt er farið um Eyrarodda eftir troðnum slóðum og heitir ferðin því Eyraroddareið. Jafnt og þétt hefur ásókn aukist í ferðina og nú í ár voru tæplega hundrað hestamenn á ferðinni. Nú var riðið frá Þórdísarstöðum yfir Bárarháls og út í Eyrarodda. Svo var farinn önnur leið til baka og aftur yfir Bárarháls og endað á Þórdísarstöðum. Þátttakendur greiða hóflegt gjald sem dugar fyrir mat og drykk á meðan á ferðinni stendur.

Stór hópur hestamanna í árlegri Eyraroddareið - Skessuhorn