
Ólafur Adolfsson nýkjörinn formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins framan við Valhöll. Ljósm. aðsend
Nýr þingflokksformaður segir þjóðina þreytta á málþófi
Sjálfstæðisflokkurinn skipti út þingflokksformanni sínum á fundi í gær. Ólafur Adolfsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, tók við sem formaður þingflokksins af Hildi Sverrisdóttur sem lýsti því yfir í vikulokin að hún myndi ekki gefa kost á sér í embættið í ljósi þess að fyrir lá að hún fengi mótframboð stutt af formanni. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins tilnefndi Ólaf og var sú breyting samþykkt einróma á fundi þingflokksins.