Fréttir

true

Alls sjö eldislaxar greindir úr fjórum laxveiðiám

„Samtals hafa 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Af þessum eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og Miðfjarðará. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.“ Þetta kemur fram í sameiginlegri frétt Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar…Lesa meira

true

Starfsleyfi Elkem framlengt um eitt ár

Umhverfis- og orkustofnun hefur ákveðið að framlengja starfsleyfi Elkem ehf. á Grundartanga um eitt ár þar sem heildarendurskoðun á starfsleyfinu er nú í gangi og ekki tekst að ljúka henni áður en núverandi starfsleyfi rennur út mánudaginn 1. september. Í ákvörðun sem stofnunin birti í gær kemur fram að Elkem hafi skilað inn öllum umbeðnum…Lesa meira

true

Strandsiglingum ætlað að vernda vegakerfið

Nýjum starfshópi innviðaráðherra er ætlað að móta og leggja fram aðgerðaráætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó meðal annars til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Skal áætlunin tilbúin fyrir 1. desember 2025 að því er kemur fram í tilkynningu Innviðaráðneytisins. Þar er haft eftir Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra…Lesa meira

true

Mikið byggt í Melahverfinu

Mikil uppbygging hefur verið undanfarin ár í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit þar sem í mars árið 2019, að undangengnu tólf ára framkvæmdahléi, var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu nýs íbúðarhúsnæðis í hverfinu. Frá árinu 2019 hafa verið gerðar tvær nýjar götur og framkvæmdir nú hafnar við tvær götur til viðbótar; Holtamel og Urðarmel. Linda Björk Pálsdóttir…Lesa meira

true

Ganga til samninga við Skipavík

Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt samhljóða að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf við skipulagningu og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Fyrr í mánuðinum auglýsti sveitarfélagið eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um áðurnefnda uppbyggingu. Um er að ræða; „nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í mikilli nánd við náttúruna,“ sagði orðrétt í auglýsingunni. Þá…Lesa meira

true

Rektor lofar að vandað verði til verka við sölu eigna á Bifröst

Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst skrifar í gær grein á Vísi með fyrirsögninni „Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist,“ og vísar þar til þess að á Bifröst býr nú einkum fólk frá stríðshrjáðum löndum. Í greininni fjallar Margrét m.a. um þá staðreynd að skólinn hefur hætt allri starfsemi í þorpinu og hefur boðið…Lesa meira

true

Menningarmálanefnd vill tvöfalda styrki

Menningarmálanefnd Dalabyggðar vill tvöfalda styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði sveitarfélagsins þannig að framvegis verði úthlutunin tveimur milljónir króna árlega. Hlutverk sjóðsins er að styðja menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem nefndin telur þjóna markmiðum sjóðsins. Hafa allt að sjö verkefni hlotið styrki úr sjóðnum hverju sinni.  Á fundi…Lesa meira

true

Vilja banna drónaflug yfir hesthúsabyggð í Grundarfirði

Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar leggst ekki gegn banni við drónaflugi yfir hesthúsabyggð Grundfirðinga. Það var Hesteigendafélag Grundarfjarðar sem leitaði til bæjarfélagsins vegna málsins fyrir nokkru. Að mati félagsmanna hefur nokkur truflun verið af drónaflugi frá ferðamönnum. Funduðu félagsmenn með forstöðumanni menningar- og markaðsmála, hafnarstjóra og bæjarstjóra um málið. Var leitað umsagnar skipulags- og umhverfisrnefndar sem…Lesa meira

true

Áætlað að nýtt íþróttahús kosti fullbúið 1600 milljónir

Kostnaður við fyrsta áfanga byggingu nýs íþróttahúss við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit, þ.e. hönnunarkostnaður, jarðvinna, uppsteypa, frágangur utanhúss, grófjöfnun lóðar auk eftirlitskostnaðar, er í dag um 965 milljónir króna. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að lokauppgjör hafi ekki farið fram en áætlun geri ráð fyrir að þessi áfangi muni enda í rúmum…Lesa meira

true

Barnabókin Veiði-Vinir komin út

Komin er út barnabókin Veiði-Vinir sem bókaforlagið Tindur gefur út. Höfundar eru þeir Gunnar Bender, sem skrifar söguna, og Guðni Björnsson sem annaðist myndlýsingar. Bókin er skrifuð fyrir börn á öllum aldri og annað áhugafólk um veiði, vináttu og útivist en sagan gerist við nokkra þekktustu veiðistaði landsins. Sagan segir frá ævintýrum tveggja vina sem…Lesa meira