
Menningarmálanefnd vill tvöfalda styrki
Menningarmálanefnd Dalabyggðar vill tvöfalda styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði sveitarfélagsins þannig að framvegis verði úthlutunin tveimur milljónir króna árlega. Hlutverk sjóðsins er að styðja menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem nefndin telur þjóna markmiðum sjóðsins. Hafa allt að sjö verkefni hlotið styrki úr sjóðnum hverju sinni.