
Rektor lofar að vandað verði til verka við sölu eigna á Bifröst
Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst skrifar í gær grein á Vísi með fyrirsögninni „Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist,“ og vísar þar til þess að á Bifröst býr nú einkum fólk frá stríðshrjáðum löndum. Í greininni fjallar Margrét m.a. um þá staðreynd að skólinn hefur hætt allri starfsemi í þorpinu og hefur boðið fasteignir þar til sölu. Því skal haldið til haga að tiltekinn fjöldi húsa og íbúða hefur nú þegar verið seldur og því er ekki um að ræða að háskólaþorpið verði selt sem heildstætt þorp. Í gangi eru viðræður um sameiningu Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri og mun, samkvæmt heimildum Skessuhorns, söluverð eigna á Bifröst renna sem meðlag inn í þá sameiningu.