
Eins og sjá má er svæði hestamanna skammt frá Kirkjufelli einu vinsælasta myndefni ferðamanna á Íslandi. Ljósm: Hesteigendafélag Grundarfjarðar
Vilja banna drónaflug yfir hesthúsabyggð í Grundarfirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar leggst ekki gegn banni við drónaflugi yfir hesthúsabyggð Grundfirðinga. Það var Hesteigendafélag Grundarfjarðar sem leitaði til bæjarfélagsins vegna málsins fyrir nokkru. Að mati félagsmanna hefur nokkur truflun verið af drónaflugi frá ferðamönnum. Funduðu félagsmenn með forstöðumanni menningar- og markaðsmála, hafnarstjóra og bæjarstjóra um málið.