
Alls sjö eldislaxar greindir úr fjórum laxveiðiám
„Samtals hafa 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Af þessum eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og Miðfjarðará. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.“ Þetta kemur fram í sameiginlegri frétt Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa.