Fréttir
Sligaður vegur í Miðdölum. Ljósm: hj

Strandsiglingum ætlað að vernda vegakerfið

Nýjum starfshópi innviðaráðherra er ætlað að móta og leggja fram aðgerðaráætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó meðal annars til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Skal áætlunin tilbúin fyrir 1. desember 2025 að því er kemur fram í tilkynningu Innviðaráðneytisins.