Fréttir
Heiðarskóli og Heiðarborg. Ljósm. mm

Áætlað að nýtt íþróttahús kosti fullbúið 1600 milljónir

Kostnaður við fyrsta áfanga byggingu nýs íþróttahúss við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit, þ.e. hönnunarkostnaður, jarðvinna, uppsteypa, frágangur utanhúss, grófjöfnun lóðar auk eftirlitskostnaðar, er í dag um 965 milljónir króna. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að lokauppgjör hafi ekki farið fram en áætlun geri ráð fyrir að þessi áfangi muni enda í rúmum milljarði króna. „Áætlaður kostnaður við annan áfanga, þ.e. frágang innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar ásamt lóðafrágangi og eftirlitskostnaði eru tæplega 600 milljónir króna,“ segir Linda Björk.

Áætlað að nýtt íþróttahús kosti fullbúið 1600 milljónir - Skessuhorn