Fréttir
Heiðarskóli og Heiðarborg. Ljósm. mm

Áætlað að nýtt íþróttahús kosti fullbúið 1600 milljónir

Kostnaður við fyrsta áfanga byggingu nýs íþróttahúss við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit, þ.e. hönnunarkostnaður, jarðvinna, uppsteypa, frágangur utanhúss, grófjöfnun lóðar auk eftirlitskostnaðar, er í dag um 965 milljónir króna. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að lokauppgjör hafi ekki farið fram en áætlun geri ráð fyrir að þessi áfangi muni enda í rúmum milljarði króna. „Áætlaður kostnaður við annan áfanga, þ.e. frágang innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar ásamt lóðafrágangi og eftirlitskostnaði eru tæplega 600 milljónir króna,“ segir Linda Björk.