Fréttir

true

Nýr þingflokksformaður segir þjóðina þreytta á málþófi

Sjálfstæðisflokkurinn skipti út þingflokksformanni sínum á fundi í gær. Ólafur Adolfsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, tók við sem formaður þingflokksins af Hildi Sverrisdóttur sem lýsti því yfir í vikulokin að hún myndi ekki gefa kost á sér í embættið í ljósi þess að fyrir lá að hún fengi mótframboð stutt af formanni. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins…Lesa meira

true

Snörp leit sem bar árangur

Síðdegis á föstudaginn hófst umfangsmikil leit að 12 ára erlendum dreng sem orðið hafði viðskila við fjölskyldu sína sem var á ferðalagi í Ölfusborgum. Fjölmennt lið björgunarsveita af Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Vesturlandi var kallað til leitar, auk þyrlu, en leitarsvæðið var frá Hveragerði að Þjórsá. Leitað er í gönguhópum, með drónum, á hjólum og…Lesa meira

true

Átta bættust á kjörskrá í Skorradalshreppi á allra síðustu stundu

Stórt hlutfall íbúa á kjörskrá í Skorradalshreppi hefur bæst við allt frá því að óformlegar og síðar formlegar viðræður hófust um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við Borgarbyggð. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur djúp gjá myndast á milli íbúa Skorradalshrepps í aðdraganda íbúakosninga sem fram fara í september. Í þeim kosningum mun ráðast…Lesa meira

true

Versló nemendur á nýnemadegi á Akranesi

Verslunarskóli Íslands byrjaði vetrarstarfið 18. ágúst síðastliðinn líkt og allir framhaldsskólarnir á Vesturlandi. Í dag eru 388 nýnemar úr Versló í ferð á Akranesi. Í ferðinni er spilaður stigaleikur þar sem hver og einn bekkur þarf að safna sem flestum stigum með að framkvæma ýmsar og mjög ólíkar áskoranir. Til dæmis þarf að reyna að…Lesa meira

true

Forseti gróðursetti eikartré á Varmalandi

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst í morgun í Þinghamri á Varmalandi með þátttöku á annað hundrað fulltrúa skógræktarfélaganna í landinu. Að loknum ávörpum gesta í morgun hófst hefðbundin dagskrá aðalfundar. Laust fyrir hádegi ávarpaði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þingfundarfulltrúa en að því loknu tók hún þátt í að gróðursetja nokkur eikartré í Toyota lundinum á Varmalandi.…Lesa meira

true

Malbikuðu hluta Bröttubrekku

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag var hluti vegarins yfir sunnanverða Bröttubrekku malbikaður og er nú unnið við að klára yfirborðsmerkingar og annan frágang. „Verkefnið gekk vonum framar og veðrið var eins og best verður á kosið. Malbikunarstöðin Höfði sá um framkvæmdirnar,“ segir í frétt Vegagerðarinnar sem jafnframt tók meðfylgjandi myndir.Lesa meira

true

Alls sjö eldislaxar greindir úr fjórum laxveiðiám

„Samtals hafa 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Af þessum eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og Miðfjarðará. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.“ Þetta kemur fram í sameiginlegri frétt Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar…Lesa meira

true

Starfsleyfi Elkem framlengt um eitt ár

Umhverfis- og orkustofnun hefur ákveðið að framlengja starfsleyfi Elkem ehf. á Grundartanga um eitt ár þar sem heildarendurskoðun á starfsleyfinu er nú í gangi og ekki tekst að ljúka henni áður en núverandi starfsleyfi rennur út mánudaginn 1. september. Í ákvörðun sem stofnunin birti í gær kemur fram að Elkem hafi skilað inn öllum umbeðnum…Lesa meira

true

Strandsiglingum ætlað að vernda vegakerfið

Nýjum starfshópi innviðaráðherra er ætlað að móta og leggja fram aðgerðaráætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó meðal annars til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Skal áætlunin tilbúin fyrir 1. desember 2025 að því er kemur fram í tilkynningu Innviðaráðneytisins. Þar er haft eftir Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra…Lesa meira

true

Mikið byggt í Melahverfinu

Mikil uppbygging hefur verið undanfarin ár í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit þar sem í mars árið 2019, að undangengnu tólf ára framkvæmdahléi, var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu nýs íbúðarhúsnæðis í hverfinu. Frá árinu 2019 hafa verið gerðar tvær nýjar götur og framkvæmdir nú hafnar við tvær götur til viðbótar; Holtamel og Urðarmel. Linda Björk Pálsdóttir…Lesa meira