Fréttir

true

Tomasz Luba ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvík

Tomasz Luba tekur til þjálfun knattspyrnuliðs Víkings Ólafsvík að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Tilkynnt var um ráðningu hans í heimasíðu liðsins um helgina. Hann mun jafnframt gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka Víkings/Reynis. Allt frá því að Brynjar Kristmundsson, núverandi þjálfari Vikings, tilkynnti í sumar að hann myndi láta af störfum í haust fór af stað sögusagnir…Lesa meira

true

Listaverkið Frelsisleið afhjúpað á Hellissandi

Síðastliðinn laugardag var nýtt listaverk vígt á Hellissandi að viðstöddu fjölmenni. Verkið er eftir listamanninn Jo Kley og ber nafnið Frelsisleið (Know yourself). Verkið er staðsett í Krossavík þar sem það fellur mjög vel að umhverfinu. Kristinn Jónasson bæjarstjóri bauð gesti velkomna, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hélt ræðu og listamaðurinn Jo Kley sagði frá verkinu. Að…Lesa meira

true

Minningartónleikar í þágu Einstakra barna

Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20:30 verða haldnir minningartónleikar í Akraneskirkju. „8. september verða liðin fimm ár frá því að frumburðurinn minn, hann Stefán Svan, lést tæplega fjögurra mánaða gamall. Í minningu hans ætla ég að halda tónleika sem verða til styrktar Einstökum börnum,“ segir Ásta Marý Stefánsdóttir í Skipanesi í samtali við Skessuhorn. „Hann Stefán Svan…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði í annarri deildinni

Tuttugasta umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu var leikin á laugardaginn. Lið Kára fékk lið Ægis í heimsókn í Akraneshöllina. Skemmst er frá því að segja að lið Kára sá aldrei til sólar í leiknum. Strax á 7. mínútu leiksins náði Atli Rafn Guðbjartsson forystunni fyrir Ægi og á þeirri 43. bætti Jordan Adeyemo við…Lesa meira

true

Skagamenn sitja sem fastast á botni Bestu deildarinnar

ÍA og ÍBV áttust við í gær í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli. Fyrir leikinn var lið ÍA í botnsæti deildarinnar og þurfti því sárlega á stigum að halda. Eyjamenn voru mun sterkari í leiknum en tókst ekki að nýta færi sín í fyrri hálfleik. Þorlákur Breki Þ.…Lesa meira

true

Sveitarfélög í viðræðum héldu vinnustofu um framtíðarsýn

Þriðjudaginn 26. ágúst var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem nú standa yfir. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum. Markmiðið með vinnustofunni var að leiða saman þá sem best þekkja til mála til að móta framtíðarsýn og…Lesa meira

true

Tilkynna væntanlega lokun Sjóminjasafnsins á Hellissandi

„Verðum með opið næstu tvær vikurnar en lokum svo til frambúðar. Þökkum öllum þeim sem heimsóttu okkur í gegnum árin,“ segir í tilkynningu frá Sjóminjasafninu á Hellissandi á FB síðu safnsins síðastliðinn föstudag. Því er svo fylgt eftir á umræðuvef og bætt við að safnið verði eflaust opið næsta sumar ef hægt verður að tryggja…Lesa meira

true

Haustsýning í Norska húsinu

Leifur Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi laugardaginn 6. september kl. 14-17. Léttar veitingar verða í boði. Undanfarið hefur Leifur kíkt til veðurs og skrifað hjá sér hugleiðingar þess efnis. Hann kíkir út um gluggann og kíkir í gættina. Kíkir líka stundum út. Útfrá þeim skissum hefur hann unnið málverk með…Lesa meira

true

Sóttu fótbrotna konu

Björgunarsveitir af sunnanverðu Vesturlandi voru um miðjan dag í gær kallaðar út. Kona í gönguferð hafði fótbrotið sig illa við Paradísarfoss, sem er skammt frá Glymi í Botnsdal. Vegna aðstæðna var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð á slysstað. Þegar hlúð hafði verið að konunni á vettvangi flutti þyrlan hana á sjúkrahús í Reykjavík.Lesa meira

true

Með síðustu tækifærum Skagamanna að forða sé frá falli

Sex leikir verða í dag spilaðir í Bestu deild karla í knattspyrnu. Afturelding tekur á móti FH, Vestri á móti KR, ÍBV á móti ÍA á Hásteinsvelli, Stjarnan á móti KA, Fram á móti Val og Víkingur á móti Breiðabliki. Skagamenn eru nú komnir í mjög þrönga stöðu í deildinni, sitja á botninum með 16…Lesa meira