Fréttir

true

Atvinnuleysi var 3,2% í júlí

Samkvæmt mælingu Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára 3,2% í júlí 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 7.800. Hlutfall starfandi var 80,3%, sem samsvarar tæplega 233.000 einstaklingum og atvinnuþátttaka var 83%, eða um 240.800 manns á vinnumarkaði.Lesa meira

true

Sjávarútvegssýning í Laugardalshöll 10.-12. september

Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur / Iceland fishing expo 2025“ verður haldin dagana 10. – 12. september næstkomandi í Laugardalshöll. Er sýningin sú fjórða og sú stærsta til þessa. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða um heim. „Sýningin stækkar með hverju…Lesa meira

true

Glaðbeittir grunnskólanemar að hefja vetrarstarfið

Það eru ávallt mikil og um margt spennandi tímamót þegar grunnskólarnir hefja störf að hausti. Að sjálfsögðu er spenningurinn mestur hjá þeim er þá stíga fyrstu sporin á þessari gjöfulu þroskabraut sem grunnskólanámið er. Hjá foreldrum er spenningurinn líka sá að með upphafi skólahaldsins kemst lífið aftur í sínar föstu skorður eftir dásemdir og frjálsræði…Lesa meira

true

Talsvert um óhöpp og slys í liðinni viku

Vinnuslys varð í vikunni sem leið á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Maður klemmdist, slasaðist á hendi og var fluttur undir læknishendur. Bílvelta varð á Uxahryggjavegi. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð en þá sakaði ekki en bifreið þeirra hafnaði utan vegar og á hvolfi. Bílvelta varð við Hraunhreppsveg, einnig án slysa á fólki. Þá hafnaði bifreið…Lesa meira

true

Umferð beint um Heydal vegna malbikunar á Bröttubrekku

Minnt er á að í dag og á morgun, frá kl. 8-20 báða dagana, stendur yfir malbikun á Bröttubrekku. Á meðan er umferð beint um bágborinn Heydalsveg og Laxárdalsheiði. Íbúar í Hnappadal hafa kvartað undan litlu viðhaldi vegarins um Heydal, en Vegagerðin ber við peningaleysi þegar beðið er um að vegurinn sé heflaður. Nú er…Lesa meira

true

Laxveiði án leyfis

Erlendir ferðamenn voru staðnir að verki við veiðar í laxveiðiá í Borgarfirði í vikunni, án þess að vera með veiðileyfi. Slíkt kallar á sekt, upptöku afla og veiðarfæra. Þá voru tvær minniháttar líkamsárásir sem komu inn á borð Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku og eru málin til rannsóknar.Lesa meira

true

Segir tíma kominn til að Akraneskaupstaður verji sína hagsmuni

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness skrifar á FB síðu sína í gær pistil sem vakið hefur upp hörð viðbrögð. „Það er löngu orðið ljóst að Hvalfjarðarsveit hefur engan hug á að sameinast Akraneskaupstað. Það er mikilvægt að skattgreiðendur á Akranesi átti sig á því að í dag eru í gildi fjöldi samstarfssamninga þar…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit óskar eftir tillögum frá íbúum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir ábendingum og tillögum frá íbúum sveitarfélagsins vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029. Í tilkynningu segir að allar tillögur og ábendingar verði teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar. Ábendingar frá íbúum geta til dæmis snúið að nýjum verkefnum, tillögum til hagræðingar í rekstri, verkefnum sem leggja þarf áherslu á…Lesa meira

true

Það eru fleiri tímar í sólarhringnum á Mýrunum

Rætt við hjónin Eyrúnu Eyþórsdóttur og Þórð Sigurðsson bændur í Leirulækjarseli Hundurinn lætur vita að það sé kominn bíll í hlað. Bóndinn birtist í dyragættinni, gengur brosandi móti komumanni. Býður faðminn og traust handtak. Hundurinn fær að þefa af hönd; jú það er í lagi með þennan. Blaðamaður er kominn í heimsókn í Leirulækjarsel. Boðinn…Lesa meira

true

Sólmyrkvi að ári en sá næsti eftir 170 ár

Um þessar mundir er ár þangað til stjörnufræðilegur stórviðburður verður á Íslandi, en miðvikudagurinn 12. ágúst 2026 kemst þá í sögubækur vegna almyrkva á sólu sem gengur yfir norðurslóðir jarðar, þar á meðal austanvert Grænland og ekki síst Ísland. Hér verður hann í hámarki yfir hafi skammt vestan við Látrabjarg kl. 17:45.53 í 2 mínútur…Lesa meira