Fréttir

true

Hefja vetrarstarfið í næstu viku

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum hefur starfsemi sína að nýju miðvikudaginn 3. september. Fundað er í félagsheimilinu Brún alla miðvikudaga kl. 13:30. Boðið er upp á ánægjulega samverustund í góðum félagsskap. Tekið í spil, ljóð dagsins lesið, áhugaverð erindi og kaffiveitingar með þeim bestu.Lesa meira

true

Starf sóknarprests í Stafholti verður auglýst

Eins og greint var í frétt hér á vefnum á sunnudaginn hefur séra Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholti ákveðið starfslok sín í Borgarfirði laugardaginn 30. ágúst nk. Hún mun fari í starf hjá Selfosskirkju 1. september. Undir prestakallið í Stafholti heyrir Hvammssókn, Norðtungusókn auk Stafholtssóknar. Heimir Hannesson, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, staðfesti við Skessuhorn síðdegis í dag…Lesa meira

true

Fjöldamet á nemendagörðum hjá LbhÍ og haustið fer vel af stað

Aðsókn að Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er góð í ár, að sögn Ragnheiðar Þórarinsdóttur rektors. Mánudaginn 18. ágúst var tekið á móti nýnemum í skólann. Aðsóknin í í búfræðina er sérstaklega góð þar sem 31 staðnemendur og 15 fjarnemendur hefja nám. Þá hefja 76 nemendur grunnnám við háskólann og 32 meistaranám. Þrír nýir doktorsnemendur eru…Lesa meira

true

Styttist í sýningarlok á Bergmáli

Laugardaginn 9. ágúst sl. var opnuð sýningin Bergmál – Ekko í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Sýningin er samstarfsverkefni sex listakvenna, þriggja frá Íslandi og þriggja frá Noregi undir heitinu Ecophilosopic Dialouges. Verkefnið hófst með formlegum hætti vorið 2022 og er unnið til skiptis á Íslandi og Noregi við sýningarhald, vinnustofudvöl og fleira. Því er ætlað…Lesa meira

true

Malbikað á Bröttubrekku og umferð beint um bágborinn Heydalsveg

Vegna malbikunarframkvæmda á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst, verður Vestfjarðavegur um Bröttubrekku lokaður báða dagana frá kl. 8-20 frá Hringvegi í Norðurárdal að Snæfellsnesvegi. Hjáleið verður um Laxárdalsheiði og Heydalsveg. Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði. Íbúar í Hnappadal hafa kvartað undan bágu viðhaldi vegarins um Heydal, en Vegagerðin ber við peningaleysi…Lesa meira

true

Guðrún Karítas setti glæsilegt Íslandsmet í sleggjukasti

Um síðustu helgi fór Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fram á Selfossi þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins tók þátt. Borgfirðingar áttu þar sína fulltrúa. Í sleggjukasti kvenna kastaði Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frá Vatnshömrum, sem keppir fyrir ÍR, lengst allra eða 71,38 m sem er glæsilegt nýtt Íslandsmet og í fyrsta sinn sem hún kastar sleggjunni…Lesa meira

true

Hlýjustu sjö mánuðir frá upphafi í Stykkishólmi

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum. Í samantekt Kristínar Bjargar Ólafsdóttir, sérfræðings á sviði veðurfarsrannsókna, kemur fram að maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli. Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá…Lesa meira

true

Orkuveitan hagnaðist um 4,9 milljarða á fyrri hluta ársins

Orkuveitan var rekin með 4,9 milljarða króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðunnar. Til Orkuveitunnar teljast, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Þessi niðurstaða er nokkuð jákvæðari en á sama tímabili fyrra árs, þegar hagnaður nam 4,3 milljörðum króna. Á fyrri helmingi ársins jukust rekstrargjöld um 340 m.kr.…Lesa meira

true

Hús kynslóðanna tekið að rísa úr jörðu

Framkvæmdir eru nú á fullu við byggingu Húss kynslóðanna við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Þar munu á neðstu hæð verða nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar en tólf íbúðir fyrir eldri borgara á efri þremur hæðum. Bílakjallari mun rúma bílastæði fyrir allar íbúðir en töluvert mikið þurfti að sprengja til að gera pláss fyrir hann. Húsið er staðsteypt…Lesa meira

true

Bæta þarf löggæslu í Dölum

Sveitarstjórn Dalabyggðar skilaði á fundi sínum fyrir stuttu inn umsögn sinni um fyrirliggjandi frumvarpsdrög um almannavarnir. Þar er megin áhersla lögð á að vekja athygli á að ekki sé um að ræða fasta viðveru lögreglu í þessu víðfeðma sveitarfélagi né heldur neina aðstöðu fyrir lögreglu. Í árslok 2023 gaf ríkislögreglustjóri út skýrslu sem fjallar um…Lesa meira