
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var laust fyrir klukkan tíu í morgun kallað út að tveggja íbúða húsi við Suðurgötu 99 á Akranesi. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra náðu húsráðendur sjálfir, fyrir komu slökkviliðs, að kæfa staðbundinn eld í íbúð á efri hæð. Engan sakaði. Slökkvilið aðstoðar við reykræstingu hússins.Lesa meira








