Fréttir

true

Sóttu bát með bilað drif

Um miðjan dag í gær fór áhöfn Jóns Gunnlaugssonar, skips Björgunarfélags Akraness, í útkall á Faxaflóa. Landsbjörgu hafði borist tilkynning frá litlum fiskibáti með bilað drif. Báturinn var þá staddur ríflega 30 sjómílum norðvestur af Akranesi. Rétt fyrir klukkan 19 var búið að koma taug á milli og stefnan sett til hafnar á Akranesi. Þangað…Lesa meira

true

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra í Borgarnesi

Opinn samráðsfundur með Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra með íbúum Vesturlands verður haldinn í Borgarnesi miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og er öllum opinn. „Tilgangur fundarins er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það mun m.a. nýtast í vinnu…Lesa meira

true

Malbika hluta Borgarbrautar í Borgarnesi

Á morgun, þriðjudaginn 12. ágúst, stefnir Colas á að fræsa og malbika 540 metra langan kafla á Borgarbraut í Borgarnesi. Verður umferðarstýring framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. meðfylgjandi merkingaráætlun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 18:00 til kl. 06:00 miðvikudagsmorgun 12. ágúst. „Vegfarendur eru beðnir…Lesa meira

true

Krefjast þess að deiliskipulag íbúðabyggðar verði fellt úr gildi

Laugaland hf. hefur með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krafist þess að ákvörðum sveitarstjórnar Borgarbyggðar um breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar á Varmalandi verði felld út gildi. Kærandi telur að með samþykkt sveitarstjórnar sé í reynd ráðstafað eignaréttindum hans án lagastoðar og endurgjalds og án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við hann.Laugaland hf.…Lesa meira

true

Bárarvöllur heitir nú Grundarfjarðarvöllur

Golfklúbburinn Vestarr varð 30 ára undir lok síðasta mánaðar. Af því tilefni var haldið golfmót með þátttöku 74 kylfinga. Við sama tækifæri var farið yfir sögu klúbbsins og veitingar fram bornar. Loks var kynnt nafnabreyting á vellinum sem heitir nú Grundarfjarðarvöllur. Úrslit í punktakeppni á afmælismótinu urðu þau að Hallmar Gauti Halldórsson GVG bar sigur…Lesa meira

true

Púttkeppni eldri borgara í Borgarbyggð og Akranesi

Eins og undanfarin ár hafa eldri borgarar á Akranesi og í Borgarbyggð att kappi í pútti. Hittust hóparnir þrívegis í sumar. Fyrsta keppnin fór fram á Garðavelli á Akranesi 23. júní. Staðarhaldari lagði til tvo 9 holu velli þó að rými sé fyrir tvo 18 holu velli. Leikið var í góðu veðri og framkvæmd heimamanna…Lesa meira

true

Malbikað í kvöld á Vesturlandsvegi og í Borgarnesi

Malbikunarfyrirtækið Colas mun í kvöld og næstu nótt vinna við malbiksviðgerðir á Vesturlandsvegi á milli Hvalfjarðarvegar og Borgarness ásamt viðgerðum innan þéttbýlisins í Borgarnesi. Framkvæmdir hefjast klukkan 20 og eiga að standa til næsta morguns. Þetta er annað kvöldið í röð sem unnið er á þessu svæði. „Framkvæmdasvæðin eru stutt og verður umferð stýrt framhjá…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Liðsmenn Víkings Ólafsvík héldu til Blönduóss á laugardaginn þar sem þeir mættu liði Kormáks/Hvatar á Blönduósvelli. Luis Alberto Diez Ocerin náði forystunni fyrir Víking á 40. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Á 61. mínútu jók svo Ellert Gauti Heiðarsson forskot Víkings og við það sat í leikslok. Káramenn fengu lið Dalvíkur/Reynis í…Lesa meira

true

Fín veiði í Hraunsfirði

„Við fórum tvo daga í vikunni sem leið í Hraunsfjörðinn á Snæfellsnesi og fengum fína veiði. Annan daginn fengum við fjöldann en hinn daginn fengum við stóra fiskinn sem upp á vantaði,“ sagði Jóhann Ólafur sem fór með Heiðari Þór Lárussyni á veiðislóðir. „Veður var með besta móti, en á laugardeginum var sól og brakandi…Lesa meira

true

Fjölmennasta Hvanneyrarhátíðin til þessa – myndasyrpa

Í gær fór árleg Hvanneyrarhátíð fram. Veðrið var með allra besta móti; hlýtt og glaða sólskin, og lögðu fjölmargir gestir leið sína á gamla skólastaðinn og nutu dagskrár og þess að hitta mann og annan. Áætlað er að ríflega tvö þúsund gestir hafi mætt. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri segir að hátíðin hafi haldið sínu yfirbragði…Lesa meira