Íþróttir
Magnús E. Magnússon og Þóra Stefánsdóttir taka við bikarnum en þau voru með lægsta skorið hjá Borgarbyggð. Ljósm. Áslaug Þorsteinsdóttir.

Púttkeppni eldri borgara í Borgarbyggð og Akranesi

Eins og undanfarin ár hafa eldri borgarar á Akranesi og í Borgarbyggð att kappi í pútti. Hittust hóparnir þrívegis í sumar. Fyrsta keppnin fór fram á Garðavelli á Akranesi 23. júní. Staðarhaldari lagði til tvo 9 holu velli þó að rými sé fyrir tvo 18 holu velli. Leikið var í góðu veðri og framkvæmd heimamanna var þeim til sóma. Niðurstaðan var að Borgarbyggð vann með 20 högga mun.