Fréttir
Varmaland í Borgarfirði. Næst á myndinni eru ylræktarverin og borholan til vinstri. Fjær eru húseignir sem sumar hverjar voru áður í opinberri eigu en eru nú í eigu einkaaðila. Ljósm. mm

Krefjast þess að deiliskipulag íbúðabyggðar verði fellt úr gildi

Laugaland hf. hefur með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krafist þess að ákvörðum sveitarstjórnar Borgarbyggðar um breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar á Varmalandi verði felld út gildi. Kærandi telur að með samþykkt sveitarstjórnar sé í reynd ráðstafað eignaréttindum hans án lagastoðar og endurgjalds og án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við hann.Laugaland hf. er eigandi jarðarinnar Laugalands í Stafholtstungum. Á jörðinni er hverasvæði og borhola fyrir heitt vatn. Borholan sér ylræktarveri í eigu kæranda fyrir heitu vatni og þá sér borholan einnig öllum íbúum Varmalands fyrir heitu vatni. Á jörðinni hvílir einnig sú kvöð að afhenda heitt vatn til opinberra bygginga á Varmalandi samkvæmt samningi frá árinu 1941.

Krefjast þess að deiliskipulag íbúðabyggðar verði fellt úr gildi - Skessuhorn