
Hjálmaklettur í Borgarnesi.
Opinn íbúafundur með innviðaráðherra í Borgarnesi
Opinn samráðsfundur með Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra með íbúum Vesturlands verður haldinn í Borgarnesi miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og er öllum opinn. „Tilgangur fundarins er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það mun m.a. nýtast í vinnu við stefnumótun og undirbúning áætlana á vegum ráðuneytisins,“ segir í tilkynningu.