
Sóttu bát með bilað drif
Um miðjan dag í gær fór áhöfn Jóns Gunnlaugssonar, skips Björgunarfélags Akraness, í útkall á Faxaflóa. Landsbjörgu hafði borist tilkynning frá litlum fiskibáti með bilað drif. Báturinn var þá staddur ríflega 30 sjómílum norðvestur af Akranesi. Rétt fyrir klukkan 19 var búið að koma taug á milli og stefnan sett til hafnar á Akranesi. Þangað var Jón Gunnlaugsson kominn með bátinn í togi rétt fyrir klukkan 23.