Fréttir

true

Fóru sem skiptinemar frá FSN til tveggja landa

Tveir nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði fóru í skiptinám á vegum AFS á Íslandi í upphafi síðustu annar. Það voru þau Eyþór Júlíus Hlynsson og Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir. Á vef skólans er sagt frá ferð þeirra og forvitnast um upplifun þeirra og lærdóm af því að fara erlendis í skiptinám. Eyþór Júlíus fór til Slóvakíu…Lesa meira

true

Hljómsveitin Árstíðir með tónleika í Vinaminni

Kalman – tónlistarfélag Akraness býður til tónleika í Vinaminni fimmtudagskvöldið 10. apríl nk. kl. 20. Hljómsveitin Árstíðir fagnar þar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar; Vetrarsól. Platan er sú níunda sem sveitin hefur gefið út á ferli sínum. Hún inniheldur 12 lög á íslensku sem eiga það flest sameiginlegt að vera samin eða útsett af íslenskum tónskáldum…Lesa meira

true

Ásborg Styrmisdóttir hlaut Drifskaftið

Á vegum Ungmennasambands Dalamanna og Norður Breiðfirðinga, UDN, eru veittar hvatningarviðurkenningar sem bera það skemmtilega heiti Drifskaftið. Á dögunum hlaut Ásborg Styrmisdóttir í Fremri-Gufudal Drifskaftið. Hún hefur stundað bogfimi hjá UMFA og keppt fyrir hestamannafélagið Glað í Dölum. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að það sé virkilega gaman að sjá hvað unglingarnir á svæðinu eru…Lesa meira

true

Strandveiðimenn klárir í bátana

Nú styttist í að strandveiðitímabilið fari af stað og menn eru farnir að undirbúa veiðarnar og dytta að bátunum. Það var líf og fjör þegar Einar Guðmundsson var að láta hífa bát sinn Valdimar upp á bryggju í Grundarfirði til viðhalds.Lesa meira

true

Dregið í Mjólkurbikarnum – Vesturlandsliðin nokkuð heppin með mótherja

Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Tveir Bestu-deildarslagir komu upp úr pottinum; Fram mætir FH í Úlfarsárdal og Víkingur heimsækir ÍBV. Vesturlandsliðin voru nokkuð heppin með mótherja. Skagamenn spila á útivelli á móti Gróttu eða Víði sem leika í 2. deild, Kári mætir Fylki úr Lengjudeildinni á heimavelli…Lesa meira

true

KB mótaröðinni lauk með gæðingakeppni – úrslit og myndir

Lokamótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram síðastliðinn laugardag í Faxaborg. Keppt var í gæðingakeppni í öllum flokkum. KB mótaröðin er einnig liða- og einstaklingskeppni og telja öll þrjú mótin til stiga. Stigahæsta liðið var Devold en liðsstjóri þar var Ámundi Sigurðsson. Stigahæsti keppandi deildarinnar var Kristín Eir Hauksdóttir á Skáney. Einnig er valinn…Lesa meira

true

Smiðjuhelgi í GBF á Kleppjárnsreykjum

Dagana 28. – 29. mars síðastliðinn tóku nemendur á unglingastigi Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum þátt í fjölbreyttum smiðjum. Smiðjurnar voru björgunarsmiðja, briddssmiðja, bifvélasmiðja, landmælingasmiðja, leiklistarsmiðja og pílusmiðja. Nemendur frá Auðarskóla í Búðardal og Reykhólaskóla komu í heimsókn og tóku þátt með unglingastiginu. Í smiðjunum kynntust nemendur meðal annars starfinu í björgunarsveitum, spiluðu bridds af miklum…Lesa meira

true

Gatnagerð í fullum gangi við Vallarás

Á meðfylgjandi drónamynd er horft yfir væntanlegt iðnaðarhverfi ofan við Borgarnes. Vallarás er iðnaðar- og athafnasvæði og efsti hluti byggðarinnar í Borgarnesi og liggur næst hesthúsahverfinu. Svæðið liggur vel við umferð, er á krossgötum vestur, norður og suður. Fráveitulagnir fyrir þrjá botnlanga við Vallarás eru nú komnar niður, það er að segja bæði lagnir fyrir…Lesa meira

true

Skallagrímur úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Skallagríms tók á móti Úlfunum í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikið í Akraneshöll. Bæði lið leika í 5. deild Íslandsmótsins í sumar. Úlfarnir komust yfir í leiknum þegar Hermann Björn Harðarson skoraði í mark Skallagríms en Sigurjón Ari Guðmundsson jafnaði fyrir Skallagrím í uppbótartíma og staðan því 1-1…Lesa meira

true

Stórt tap Snæfells í Hveragerði

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Hamar á laugardaginn í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Leikið var í Frystikistunni, heimavelli Hamars. Liðið sem vinnur fyrst þrjá leiki heldur áfram í fjögurra liða úrslit en staðan í einvíginu fyrir leik var 1-1. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust af miklu jafnræði en þegar…Lesa meira