
Hljómsveitin Árstíðir með tónleika í Vinaminni
Kalman - tónlistarfélag Akraness býður til tónleika í Vinaminni fimmtudagskvöldið 10. apríl nk. kl. 20. Hljómsveitin Árstíðir fagnar þar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar; Vetrarsól. Platan er sú níunda sem sveitin hefur gefið út á ferli sínum. Hún inniheldur 12 lög á íslensku sem eiga það flest sameiginlegt að vera samin eða útsett af íslenskum tónskáldum fyrir sönghópa og kóra.