
Það var nóg um að vera á smiðjuhelginni. Hér er Ingimundur Jónsson að kenna undirstöðuatriði í bridds. Ljósm. GBF
Smiðjuhelgi í GBF á Kleppjárnsreykjum
Dagana 28. – 29. mars síðastliðinn tóku nemendur á unglingastigi Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum þátt í fjölbreyttum smiðjum. Smiðjurnar voru björgunarsmiðja, briddssmiðja, bifvélasmiðja, landmælingasmiðja, leiklistarsmiðja og pílusmiðja. Nemendur frá Auðarskóla í Búðardal og Reykhólaskóla komu í heimsókn og tóku þátt með unglingastiginu.