Fréttir
Valdimar SH kominn upp á bryggju þar sem hann fær smá yfirhalningu fyrir strandveiðarnar. Ljósm. tfk

Strandveiðimenn klárir í bátana

Nú styttist í að strandveiðitímabilið fari af stað og menn eru farnir að undirbúa veiðarnar og dytta að bátunum. Það var líf og fjör þegar Einar Guðmundsson var að láta hífa bát sinn Valdimar upp á bryggju í Grundarfirði til viðhalds.