
Fóru sem skiptinemar frá FSN til tveggja landa
Tveir nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði fóru í skiptinám á vegum AFS á Íslandi í upphafi síðustu annar. Það voru þau Eyþór Júlíus Hlynsson og Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir. Á vef skólans er sagt frá ferð þeirra og forvitnast um upplifun þeirra og lærdóm af því að fara erlendis í skiptinám.