
Vallarás 12 hér næst á mynd en Vallarás 16 fjær. Ljósm. hig
Gatnagerð í fullum gangi við Vallarás
Á meðfylgjandi drónamynd er horft yfir væntanlegt iðnaðarhverfi ofan við Borgarnes. Vallarás er iðnaðar- og athafnasvæði og efsti hluti byggðarinnar í Borgarnesi og liggur næst hesthúsahverfinu. Svæðið liggur vel við umferð, er á krossgötum vestur, norður og suður. Fráveitulagnir fyrir þrjá botnlanga við Vallarás eru nú komnar niður, það er að segja bæði lagnir fyrir skólp og regnvatn. Skurður er kominn fyrir kalt vatn fyrir Vallarás 12 og Vallarás 14 en nú er unnið við kaldavatnsskurð í Vallarási 16.