
Dregið í Mjólkurbikarnum – Vesturlandsliðin nokkuð heppin með mótherja
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Tveir Bestu-deildarslagir komu upp úr pottinum; Fram mætir FH í Úlfarsárdal og Víkingur heimsækir ÍBV.
Vesturlandsliðin voru nokkuð heppin með mótherja. Skagamenn spila á útivelli á móti Gróttu eða Víði sem leika í 2. deild, Kári mætir Fylki úr Lengjudeildinni á heimavelli og Víkingur Ólafsvík eða Smári mæta Úlfunum heima sem spila í 5. deild.
Annars var drátturinn eftirfarandi:
Keflavík - Leiknir
Tindastóll eða Völsungur - Þróttur
Þór - Augnablik eða ÍR
Grótta eða Víðir - ÍA
ÍBV - Víkingur
Stjarnan - Njarðvík eða BF108
KR - KÁ
Grindavík - Valur
Afturelding - Höttur/Huginn
Víkingur Ó. eða Smári - Úlfarnir
Breiðablik - RB eða Fjölnir
KA - KFA
ÍH eða Selfoss - Haukar
Fram - FH
Vestri - HK
Kári - Fylkir
32-liða úrslitin fara fram dagana 17.-19. apríl.