Fréttir

true

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stefnir á tónleika í Borgarnesi

Karlakór Bólstaðarhlíðarhepps heldur upp á 100 ára afmæli sitt á árinu. Kórinn mun fara víða á starfsárinu með afmælistónleika. Komið verður í Borgarnes um næstu helgi og mun kórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit koma fram í Borgarneskirkju laugardaginn 12. apríl nk. kl. 20. Fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir í apríl 1925, en um forsöguna að…Lesa meira

true

Bárður SH var aflahæstur íslensku skipanna í mars

Marsmánuður reyndist fengsæll hjá netabátum víða um land. Á vef Gísla Reynissonar; aflafrettir.is, er sagt frá afar góðum aflabrögðum á Bárði SH sem gerður er út frá Rifi, en aflinn var yfir þúsund tonn í mánuðinum. Reyndar er það ekki nýlunda að áhöfnin á Bárði fiski vel á þessum tíma árs. Um borð í Bárði…Lesa meira

true

Framkvæmdir hafnar við íþróttasvæðið í Borgarnesi

Eftir vel heppnaða skóflustungu í síðasta mánuði, þar sem gestir gátu gripið í skóflur á æfingasvæðinu og stungið niður, eru raunverulegar framkvæmdir byrjaðar við íþróttasvæðið í Borgarnesi. Unnið er að aðkomu að væntanlegu knatthúsi og aðstöðu verktaka á svæðinu en vegur sem liggur að framkvæmdasvæðinu hefur verið breikkaður ásamt því að verktakar hafa náð að…Lesa meira

true

Ráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar og sent til birtingar í Stjórnartíðindum. Þar mun hún birtast á morgun, mánudag, og öðlast þá lögformlegt gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða umsóknir um leyfi til strandveiða að berast Fiskistofu fyrir 22. apríl ár hvert og skal í umsókn tilgreina upphafsdag strandveiða innan…Lesa meira

true

Lengjubikarinn kominn í hús hjá stelpunum í ÍA

Stelpurnar í Knattspyrnufélagi ÍA tryggðu sér á dögunum bikarmeistaratitilinn í B-deild Lengjubikars kvenna jafnvel þótt einum leik væri ólokið. Lokaleikur deildarinnar var svo spilaður í gær í Akraneshöllinni og gerðu heimakonur sér lítið fyrir og unnu ÍBV með fjórum mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu þær Madison Brooke Schwartzenberger á 16. mínútu, Erla Karitas Jóhannesdóttir á…Lesa meira

true

Framkvæmdir við nýtt hverfi í Borgarnesi – uppfærð frétt

Framkvæmdir standa nú yfir við gatnagerð í nýju hverfi ofan við kaupfélagshúsið í Borgarnesi. Skipulagi að svæðinu hefur verið breytt frá því það var upphaflega teiknað árið 2006. Nú er verið að leggja nýja götu næst plani kaupfélagshússins sem verður tengigata fyrir hverfið. Tvær götur, merktar A og B, liggja síðan út frá henni. Þær…Lesa meira

true

Vann verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í húsarafmagni

Þrír nemendur kepptu fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á Íslandsmeistaramóti iðn- og verkgreina sem fram fór á framhaldsskólakynningunni Mín framtíð sem haldin var um miðjan mars í Laugardalshöllinni. Það voru þau Elvar Ingi Kristjánsson og Íris Arna Ingvarsdóttir sem tóku þátt í rafvirkjun og Matthías Bjarmi Ómarsson í húsasmíði. Þau stóðu sig mjög vel…Lesa meira

true

Vinna við gerð nýrrar brúar yfir Ferjukotssíki

Um miðjan janúar urðu gífurlegir vatnavextir eftir úrhellisrigningar og asahláku sem gerði það að verkum að nýleg brú yfir Ferjukotssíkin varð undan klakaburði að láta. Hafin er vinna við nýja brú. „Verið er að steypa upp nýja stöpla og við nýtum sama burðarvirki þar sem stálvirkið kom að mestu leyti heilt á land eftir flóðið…Lesa meira

true

Umferðarstýring við Snæfellsnesveg

Lagnaframkvæmdir standa nú yfir í vegöxlinni við Snæfellsnesveg, frá hringtorgi og að Steypustöðinni í Borgarnesi. Nú er vegurinn einbreiður og umferðarstýring er um hann ásamt hjáleið. Fram kemur hjá Veitum að verkefnið felst í að lagfæra sig í fráveitulögn meðfram Snæfellsnesvegi. Lagðar verða nýjar lagnir yfir veginn til móts við Steypustöðina. Vatnslögn verður endurnýjuð á…Lesa meira

true

Rifta samningi við verktaka

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var farið yfir stöðu mála við vinnu við endurbætur á miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi og lögð fram tilkynning Borgarbyggðar um riftun samnings við Land og verk ehf. um framkvæmdir við endurbætur á húsnæði grunnskólans. Verkinu hefur miðað hægt og er langt á eftir áætlun. Fram kemur í fundargerð að…Lesa meira