
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sem fagnar aldar afmæli sínu um þessar mundir. Kórinn heldur tónleika í Borgarneskirkju laugardaginn 12. apríl.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stefnir á tónleika í Borgarnesi
Karlakór Bólstaðarhlíðarhepps heldur upp á 100 ára afmæli sitt á árinu. Kórinn mun fara víða á starfsárinu með afmælistónleika. Komið verður í Borgarnes um næstu helgi og mun kórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit koma fram í Borgarneskirkju laugardaginn 12. apríl nk. kl. 20.