Fréttir

true

Sementsverksmiðjan vill vera lengur á Akranesi

Á fund bæjarráðs Akraneskaupstaðar 27. mars síðastliðinn mættu tveir fulltrúar frá Sementsverksmiðjunni, þeir Þorsteinn Víglundsson og Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri. Þeir voru mættir til að fylgja eftir erindi sínu frá því í september á síðasta ári varðandi möguleika á áframhaldandi rekstri sementssílóa og sementsafgreiðslu á núverandi stað nærri höfninni á Akranesi. Í samningi sem undirritaður var…Lesa meira

true

Tilboði tekið í niðurrif húsa í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að ganga að tilboði Ó.K. Gámaþjónustu – sorphirðu ehf. í niðurrif á hluta gamla sláturhússins í Brákarey. Tilboðið hljóðaði upp á 51,5 milljón króna. Alls bárust fimm tilboð í verkið, það hæsta var 122 milljónir króna. Borgarbyggð óskaði eftir tilboðum í niðurrif á sex byggingarhlutum og förgun…Lesa meira

true

Tengja saman fyrirtæki í ferðaþjónustu og samfélagið

Áhugavert málþing fór fram að Hótel Hamri í gærmorgun en það bar yfirskriftina: „Er Vesturland aðlaðandi fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu?“ Málþingið var í höndum Markaðsstofa landshlutanna, Samtaka ferðaþjónustunnar og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Aðalumræðuefnið var móttaka, inngilding og búsetukostir starfsfólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Ferðaþjónustuaðilar ásamt sveitarstjórnarfólki hlýddi þar á kynningar frá Hæfnisetrinu og frá Jóhannesi Þór…Lesa meira

true

Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í gærkvöldi og í nótt, en hefur engu að síður farið minnkandi frá fyrri dögum samkvæmt Náttúruvakt Veðurstofunnar. Virknin er nokkuð jafndreifð um kvikuganginn, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálfta er ennþá nokkuð stöðugt milli 4 og 6 km. Um kl. 17:30 í gær, 3.…Lesa meira

true

Vilja stækka bílastæðin við þjóðgarðsmiðstöð

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar á þriðjudaginn var rædd stækkun á bílastæði við Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi. Vegna mikillar fjölgunar gesta sem heimsækja Þjóðgarðsmiðstöðina á hverju ári er nauðsynlegt að stækka bílastæði miðstöðvarinnar til að mæta aukinni bílaumferð og þá sérstaklega hópferðabíla. Nýverið var haldinn fundur með fráfarandi og núverandi þjóðgarðsverði þar sem möguleikar á…Lesa meira

true

Greiða fyrir veidda refi og minka

Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar sem fram fór á þriðjudaginn var lagt fram fyrirkomulag um verklag, fjölda veiddra dýra og gjald til refa- og minkaveiðimanna í sveitarfélaginu. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkti að verðlaun yrðu greidd fyrir veidda refi og minka. Fyrir hlauparef, grendýr eða yrðling verða greiddar 17.800 kr. og fyrir hvern veiddan mink12.900…Lesa meira

true

Bar sigur úr býtum með Öfönd

Undanfarnar vikur hefur farið fram æsispennandi keppni í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi þar sem týndar endur hafa verið á sveimi um allt húsið. Sá sem fann önd fékk að nefna hana og veitt voru stig fyrir frumlegasta nafnið. Margar skemmtilegar tillögur komu fram og má þar nefna nöfn eins og Fjaðrafok, Appelsínu Rjóma Önd, Innönd,…Lesa meira

true

Góð afkoma Borgarbyggðar og fjárfest á liðnu ári án lántöku

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun voru lögð fram drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2024 og samþykkt að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Fram kemur að rekstur A-hluta sveitarsjóðs var gerður upp með 319 milljóna króna afgangi en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 milljónir. Rekstrartekjur A-hluta námu 6.556 m.kr.…Lesa meira

true

Nemendur í áttunda bekk reistu 36 herbergja hótel

Í gærmorgun var tekið í notkun nýtt 36 herbergja fuglahótel við Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Hörður Rafnsson smíðakennari sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið vetrarverkefni 8. bekkjar og smíðuðu börnin og máluðu hótelherbergin sjálf og festu á staur sem er tíu metra hár. Þar geta fuglar nú komið, notið og gist að…Lesa meira

true

Rekstraraðilum í Grindavík býðst stuðningslán með ríkisábyrgð

Íslenska ríkið hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um að annast stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík. Samningurinn er í samræmi við lög um stuðningslán sem Alþingi samþykkti fyrir áramót. Rekstraraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta óskað eftir stuðningsláni fyrir allt að 49 m.kr. sem er með 90% ríkisábyrgð. Stuðningslán er óverðtryggt…Lesa meira