
Hörður í smíðatíma með nemendum í áttunda bekk. Ljósmyndir: af
Nemendur í áttunda bekk reistu 36 herbergja hótel
Í gærmorgun var tekið í notkun nýtt 36 herbergja fuglahótel við Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Hörður Rafnsson smíðakennari sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið vetrarverkefni 8. bekkjar og smíðuðu börnin og máluðu hótelherbergin sjálf og festu á staur sem er tíu metra hár. Þar geta fuglar nú komið, notið og gist að vild. „Við köllum þetta „Starra hótel,“ sagði Hörður.