
Einar Logi með gullöndina. Ljósm. Breið þróunarfélag
Bar sigur úr býtum með Öfönd
Undanfarnar vikur hefur farið fram æsispennandi keppni í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi þar sem týndar endur hafa verið á sveimi um allt húsið. Sá sem fann önd fékk að nefna hana og veitt voru stig fyrir frumlegasta nafnið. Margar skemmtilegar tillögur komu fram og má þar nefna nöfn eins og Fjaðrafok, Appelsínu Rjóma Önd, Innönd, Strönd, Löggönd og Andaður Nýlönd.