Fréttir
Stærsta einstaka verkefni Borgarbyggðar á síðasta ári var fyrri hluti byggingar nýs grunnskóla á Kleppjárnsreykjum. Þeim framkvæmdum lýkur í haust. Ljósm. oj

Góð afkoma Borgarbyggðar og fjárfest á liðnu ári án lántöku

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun voru lögð fram drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2024 og samþykkt að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Fram kemur að rekstur A-hluta sveitarsjóðs var gerður upp með 319 milljóna króna afgangi en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 milljónir. Rekstrartekjur A-hluta námu 6.556 m.kr. og samstæðu 7.551 m.kr. og jukust um 10% milli ára.

Góð afkoma Borgarbyggðar og fjárfest á liðnu ári án lántöku - Skessuhorn