Fréttir
Bárður SH á veiðum. Ljósm. af

Bárður SH var aflahæstur íslensku skipanna í mars

Marsmánuður reyndist fengsæll hjá netabátum víða um land. Á vef Gísla Reynissonar; aflafrettir.is, er sagt frá afar góðum aflabrögðum á Bárði SH sem gerður er út frá Rifi, en aflinn var yfir þúsund tonn í mánuðinum. Reyndar er það ekki nýlunda að áhöfnin á Bárði fiski vel á þessum tíma árs. Um borð í Bárði SH eru alls 12 manns í áhöfn; níu í hverri veiðiferð og skipt þannig upp að þrír eru í fríi hverju sinni og rúllar kerfið þannig. „Bárður SH er fyrir löngu síðan búinn að veiða sinn kvóta, en langstærstur hluti af þorskkvótanum sem að Bárður SH veiddi núna í mars kom frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, að mestu frá Breka VE og Drangavík VE,“ segir á aflafrettir.is

Bárður SH var aflahæstur íslensku skipanna í mars - Skessuhorn