Fréttir
Framkvæmdir í gangi. Ljósm. hig

Framkvæmdir við nýtt hverfi í Borgarnesi – uppfærð frétt

Framkvæmdir standa nú yfir við gatnagerð í nýju hverfi ofan við kaupfélagshúsið í Borgarnesi. Skipulagi að svæðinu hefur verið breytt frá því það var upphaflega teiknað árið 2006. Nú er verið að leggja nýja götu næst plani kaupfélagshússins sem verður tengigata fyrir hverfið. Tvær götur, merktar A og B, liggja síðan út frá henni. Þær eru innan við Sóleyjarklett og aftan við hús Kaupfélags Borgfirðinga. Breyting á skipulaginu snýst nær eingöngu til lóða við Fífuklett og Birkiklett. Í fyrra skipulagi var gert ráð fyrir raðhúsum og einbýlishúsum. Breytingin nú felst í því að ásamt því að gera ráð fyrir raðhúsum og einbýlishúsum, bætast við parhús og fjölbýlishús. Að auki leggst Fífuklettur af og byggð tengist fyrirhugaðri safngötu vestan við svæðið, sbr meðfylgjandi teikningu að nýju skipulagi. Alls verður 41 íbúð á svæðinu.

Framkvæmdir við nýtt hverfi í Borgarnesi - uppfærð frétt - Skessuhorn