
Strandveiðiafla landað á Arnarstapa. Ljósm. úr safni/glh.
Ráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar og sent til birtingar í Stjórnartíðindum. Þar mun hún birtast á morgun, mánudag, og öðlast þá lögformlegt gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða umsóknir um leyfi til strandveiða að berast Fiskistofu fyrir 22. apríl ár hvert og skal í umsókn tilgreina upphafsdag strandveiða innan strandveiðitímabils.