Fréttir

true

Í frumvarpi að lögum um útlendinga er alþjóðleg vernd afturkölluð

Ríkisstjórnin hefur afgreitt fyrir sitt leyti frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (afturköllun alþjóðlegrar verndar). Frumvarpið, sem nú verður lagt fyrir Alþingi, er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja og Evrópusambandsins á sviði útlendingamála og að heimilt verði að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa einstaklingum…Lesa meira

true

Vestlenskar útgerðir greiddu 3,34 milljarða í veiðigjöld á fjórum árum

Útgerðir, með heimilisfesti á Vesturlandi, greiddu á árunum 2021-24 samtals tæpa 3,4 milljarða króna í veiðigjöld. Lögð er til umtalsverð hækkun á uppsjávarafla, einkum makríl, í tillögum ríkisstjórnarinnar að breytingum á gjaldheimtunni. Þá er lagt til að við ákvörðun veiðigjalda í bolfiski verði miðað við markaðsverð á fiskmörkuðum. Fiskistofa heldur utan um upplýsingar um veiðigjöldin.…Lesa meira

true

SFS tilkynna að þau veiti ekki umsögn um frumvarp um veiðigjöld innan frests

Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) kemur fram að þau telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: „Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál…Lesa meira

true

Tekinn á 149 km hraða

Í liðinni viku voru höfð afskipti af rétt um 70 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi lögreglu. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Annar þeirra var stöðvaður vegna of hraðs aksturs en viðkomandi mældist…Lesa meira

true

Náðum að fá fólkið með okkur í lið

Rætt við Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfara ÍA í körfubolta sem á dögunum var heiðraður sem þjálfari ársins í 1. deild karla Körfuboltalið ÍA fór í gegnum tímabilið taplaust á heimavelli, vann 18 leiki og tapaði eingöngu fjórum leikjum. Óskar Þór var ráðinn til starfa síðasta sumar en áður var hann búinn að starfa hjá Stjörnunni,…Lesa meira

true

Gleðivika á Klettaborg

Vikuna 17. til 21. mars var haldin árleg Gleðivika í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Á degi hverjum var lögð áhersla á sérstakan lit og ákveðið þema. Fram kemur á vef Klettaborgar að það var gulur rugldagur þar sem alls konar rugl og uppbrot var á starfinu og rauður vinadagur þar sem áhersla var lögð á…Lesa meira

true

Afastrákar í blaðadreifingu

Jón G Hauksson ritstjóri gaf í síðustu viku út blað sitt Fjármál og ávöxtun. „Ég fékk afastrákana mína úr Stykkishólmi, þá Alexander Amlin og Ísak Amlin Guðmundssyni, í heimsókn og gistingu um helgina og þeir voru spenntir fyrir blaðinu enda eiga þeir báðir sparibauka og safna grimmt,“ sagði Jón í samtali við Skessuhorn og bætti…Lesa meira

true

Tengja kerti og tónlist

Rætt við frumkvöðlana Sunnevu Dís B. Freysdóttur, Rakel Ösp Margrétardóttur og Viktoriu Korpak um verkefnið þeirra – TónLjós Nemendur í lokaáfanganum STEAM þrjú, í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi, fá tækifæri að taka þátt í keppninni JA Iceland – Ungir frumkvöðlar, sem fer fram í Smáralind dagana 4. – 5. apríl næstkomandi. Stúlkurnar þrjár; tvær úr…Lesa meira

true

Hraðhleðslustöðvar skulu færðar

Á fundi umhverfis -og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar í gær var umsókn um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar á Arnarstapa lögð fram, en einnig voru lagðar fram tillögur að staðsetningu. Skessuhorn greindi frá því í frétt 18. mars síðastliðinn að ekkert leyfi hafi verið gefið fyrir hraðhleðslustöð á þeim stað sem hún var sett upp. Umhverfis -og skipulagsnefnd leggur…Lesa meira

true

Verk Önnu Diljár mun hljóma í Hörpu

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíðar og móta þær svo að úr verði fullskapað tónverk. Verkin eru flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Upptaktur er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar og verður í Hörpu föstudaginn 11. apríl. Anna Diljá Flosadóttir er…Lesa meira