Fréttir

true

Snæfell jafnaði metin gegn Hamri

Snæfell tók í gær á móti Hamri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta og var leikurinn í Stykkishólmi. Hamar vann fyrsta leikinn í Hveragerði síðastliðinn laugardag, 103-96 en Snæfell lék þá án Juan Navarro sem tók út leikbann. Hamar byrjaði leikinn af miklum krafti og komst fljótlega í…Lesa meira

true

Samfylkingin mælist nú stærst í Norðvesturkjördæmi

Í þjóðarpúlsi Gallup, sem unninn var dagana 3. – 31. mars um fylgi stjórnmálaflokka til Alþingis, kemur fram að á landsvísu er Samfylking nú langstærsti flokkurinn með 27% fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 22%, Viðreisn með 15%, Miðflokkurinn með 9%, Flokkur fólksins með 8%, Framsókn með 6% og Sósíalistar með 5%. Píratar mælast með 4% og…Lesa meira

true

Fleiri vildu kaupa mjólkurkvóta en selja

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn í gær, 1. apríl. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 27 gild tilboð um kaup og sölutilboð reyndust 23. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 411 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr. Greiðslumark sem boðið…Lesa meira

true

2800 jarðskjálftar á sólarhring og stysta gos sögunnar

Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því eftirmiðdaginn í gær en glóð er enn í nýja hrauninu og svæðið því óstöðugt og varasamt. Að líkindum er gosið sem hófst á tíunda tímanum í gærmorgun það stysta í sögunni. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga…Lesa meira

true

Útgáfudagar Skessuhorns í apríl

Skessuhorn kom út í dag, 2. apríl. Framundan í mánuðinum eru páskar og sumardagurinn fyrsti er 24. apríl. Að vanda færa rauðir dagar hefðbundna útgáfu blaðsins úr skorðum. Skessuhorn kemur næst út miðvikudaginn 9. apríl á venjulegum útgáfudegi. Blaðið þar á eftir verður Páska- og sumarblað, og prentað degi fyrr en venjulega, þ.e. á mánudagskvöldi…Lesa meira

true

Rétt skal vera rétt

Tvær fréttir sem við birtum hér á vefnum í gær, 1. apríl, áttu ekki við rök að styðjast. Frétt þess efnis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja skatt á erlenda samfélagsmiðla og streymisveitur, ellegar að þeim yrði lokað, var röng. Þá hefur Hringur SH í Grundarfirði ekki verið seldur til Rútuferða ehf.Lesa meira

true

Rýnt í ferðalög landsmanna innanlands

Ferðamálastofa hefur kynnt nýja könnun, sem unnin var af Gallup, um ferðalög landsmanna árið 2024 og hver séu áform landsmanna um ferðalög á þessu ári. Könnunin var framkvæmd í byrjun árs og sýnir að 85% landsmanna ferðuðust innanlands á síðasta ári en 93% hafa áform um að ferðast ýmist innanlands eða utanlands á þessu ári.…Lesa meira

true

Ný viðbygging á Krílakoti opnuð

Fyrir helgi var nýja viðbyggingin á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík formlega opnuð. Viðbyggingin hefur þegar verið tekin í notkun og hafa kampakát börn sem tilheyra eldri deildum leikskólans komið sér haganlega fyrir í nýjum húsakynnum. Framkvæmdin hefur í för með sér að leikskólinn stækkar að heild um 115 fermetra og stórbætir aðstöðu fyrir starfsfólk og…Lesa meira

true

Jörð skalf rétt fyrir klukkan 17

Tveir jarðskjálftar af stærðinni um fimm stig, sem áttu upptök sín við Reykjanestá, urðu laust fyrir klukkan fimm í dag. Fundust skjálftarnir mjög vel m.a. á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi, í Borgarnesi og upp um Borgarfjörð, meðal annars í Skorradal og Reykholtsdal. Vísindamenn telja líklegt að hér sé um svokallaða gikkskjálfta að ræða vegna spennubreytinga í…Lesa meira