Fréttir

Vestlenskar útgerðir greiddu 3,34 milljarða í veiðigjöld á fjórum árum

Útgerðir, með heimilisfesti á Vesturlandi, greiddu á árunum 2021-24 samtals tæpa 3,4 milljarða króna í veiðigjöld. Lögð er til umtalsverð hækkun á uppsjávarafla, einkum makríl, í tillögum ríkisstjórnarinnar að breytingum á gjaldheimtunni. Þá er lagt til að við ákvörðun veiðigjalda í bolfiski verði miðað við markaðsverð á fiskmörkuðum. Fiskistofa heldur utan um upplýsingar um veiðigjöldin. Veiðigjöld af Vesturlandi námu á tímabilinu 3,34 milljörðum króna eða 9,4% af heildarveiðigjaldinu sem innheimt var þessi fjögur ár, alls 36,2 milljarðar króna. Útgerðir á Suðurlandi greiddu 20% gjaldsins, Höfuðborgarsvæðið 17,6% en útgerðir á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra voru að greiða frá 13,4-13,7% hver landshluti. Lægst var hlutfallið frá Norðurlandi vestra, eða 4,8%.

Vestlenskar útgerðir greiddu 3,34 milljarða í veiðigjöld á fjórum árum - Skessuhorn