
Afastrákar í blaðadreifingu
Jón G Hauksson ritstjóri gaf í síðustu viku út blað sitt Fjármál og ávöxtun. „Ég fékk afastrákana mína úr Stykkishólmi, þá Alexander Amlin og Ísak Amlin Guðmundssyni, í heimsókn og gistingu um helgina og þeir voru spenntir fyrir blaðinu enda eiga þeir báðir sparibauka og safna grimmt,“ sagði Jón í samtali við Skessuhorn og bætti því við að strákarnir hafi hjálpað afa sínum við dreifingu blaðsins í Grafarvoginum.