Fréttir

Tekinn á 149 km hraða

Í liðinni viku voru höfð afskipti af rétt um 70 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi lögreglu. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Annar þeirra var stöðvaður vegna of hraðs aksturs en viðkomandi mældist á 149 km hraða. Er viðkomandi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna og reyndist einnig sviptur ökurétti við aksturinn.

Tekinn á 149 km hraða - Skessuhorn