Fréttir

true

Komin er mynd á viðbygginguna við hafnarhúsið

Mánudaginn 3. mars var byrjað að reisa einingarnar á viðbyggingunni við hafnarhúsið í Grundarfirði. Það er komin ágætis mynd á húsið en aðeins ein eining á eftir að berast til Grundarfjarðar. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið fyrir komu skemmtiferðaskipa í vor en þarna verður flottur móttökusalur, skrifstofa fyrir hafnarstjóra og salerni fyrir…Lesa meira

true

Stuð og stemning á hæfileikakeppninni

Hæfileikakeppni Arnardals og grunnskólanna á Akranesi var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi miðvikudagskvöldið 26. febrúar. Keppnin er árlegur viðburður í starfi Arnardals og grunnskólanna þar sem ungmenni í 8. – 10. bekk taka þátt og sýna fjölbreytt atriði. Í ár voru 23 þátttakendur með níu atriði í keppninni auk sjö kynna sem komu allir úr…Lesa meira

true

Úrslit í aðalsveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar

Fjórða og síðasta kvöldið í sveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar var spilað í gærkveldi. Átta sveitir tóku þátt á mótinu og sem fyrr var spilað í Logalandi. Úrslit urðu þau að sveit formanns félagsins; Thule Bolarnir, bar sigur úr býtum með 111,29 stig. Sveitina skipuðu Jón Eyjólfsson, Baldur Björnsson, Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon. Í öðru sæti…Lesa meira

true

Samfylking að bæta við sig í NV kjördæmi

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem RUV deildi með Skessuhorni, er talsverð breyting á fylgi flokka í Norðvesturkjördæmi. Samfylking fengi nú tvo kjördæmakjörna þingmenn í Norðvesturkjördæmi í stað eins, en það væri á kostnað þingmanns Viðreisnar. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju einn mann hver flokkur. Fylgi flokkanna í NV kjördæmi skiptist þannig að Samfylking…Lesa meira

true

Rafmagnslaust í dag á Innri-Akraneslínu

Rarik tilkynnir að rafmagnslaust verður á Innri Akraneslínu í dag, 4. mars frá klukkan 13:00 til 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið (sjá mynd). „Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.“Lesa meira

true

Teigasel orðinn fimm deilda leikskóli

Í lok janúar voru teknar í notkun tvær kennslustofur ásamt tengibyggingu í leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Byggingin er timburhús sem byggð voru á þann hátt að hægt verður að flytja þau í burtu af lóðinni ef eða þegar þeirra verður ekki lengur þörf. Hönnun og skipulagsferli hófst í mars 2024, verkið var boðið út í…Lesa meira

true

Stebbi og Eyfi verða í Ólafsvík og Borgarnesi í dymbilvikunni

Tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, eða Stebbi og Eyfi eins og flestir þekkja þá, stefna á tónleika í Hjálmakletti í Borgarnesi og í Ólafsvík fyrir páska. Af þessu tilefni ræddi blaðamaður Skessuhorns við Eyfa. „Við Stebbi höfum ekki haldið tónleika saman í Borgarnesi í langan tíma og fannst einfaldlega vera kominn tími á það.…Lesa meira

true

Nauðsynlegt að ráðast í endurbætur sjóvarnargarða fyrir 400 milljónir

Veðrið um helgina lék Akurnesinga grátt. Stórstraumur, há sjávarstaða með vonsku vestan veðri olli miklum ágangi sjávar. Sjór gekk á land og olli talsverðu tjóni. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fór yfir málið fyrr í dag. Hann segir að eigendur húsa við Vesturgötu hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni á húsum sínum, þar sem sjór komst í kjallara.…Lesa meira

true

Markaleikur og tvö rauð spjöld í sigri Skagamanna

Þróttur Reykjavík og ÍA áttust við í A deild karla í Lengjubikarnum í knattspyrnu í riðli 1 í gær og var þetta lokaleikur þeirra gulu í riðlinum þetta árið. Eftir sigur Vals á Vestra fyrr um daginn var ljóst að hvorugt liðið átti lengur möguleika á efsta sætinu og sæti í undanúrslitum. Hinrik Harðarson kom…Lesa meira

true

Leita bílanna í höfninni

Nú stendur yfir leit að bílunum tveimur sem lentu í Akraneshöfn um klukkan 8 í morgun, þegar stórar öldur gengu yfir hafnargarðinn á stóru bryggjunni. Tveir menn fóru í sjóinn og náðist að bjarga þeim á land. Annar mannanna var með skerta meðvitund og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en að hinum var hlúð…Lesa meira