
Búið er að reisa helming eininganna. Ljósm. tfk
Komin er mynd á viðbygginguna við hafnarhúsið
Mánudaginn 3. mars var byrjað að reisa einingarnar á viðbyggingunni við hafnarhúsið í Grundarfirði. Það er komin ágætis mynd á húsið en aðeins ein eining á eftir að berast til Grundarfjarðar. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið fyrir komu skemmtiferðaskipa í vor en þarna verður flottur móttökusalur, skrifstofa fyrir hafnarstjóra og salerni fyrir ferðamenn.