Fréttir
Hjörtur Elías, Anna Lísa og Róbert Kári. Ljósm. Arnardalur

Stuð og stemning á hæfileikakeppninni

Hæfileikakeppni Arnardals og grunnskólanna á Akranesi var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi miðvikudagskvöldið 26. febrúar. Keppnin er árlegur viðburður í starfi Arnardals og grunnskólanna þar sem ungmenni í 8. - 10. bekk taka þátt og sýna fjölbreytt atriði. Í ár voru 23 þátttakendur með níu atriði í keppninni auk sjö kynna sem komu allir úr frábærum hópi Arnardalsráðs. Það voru þær Marta Sóley, Aldís Ingibjörg, Karen, Yrsa, Magnea Ósk, Alexandra Dís og Ólöf Oddný.

Stuð og stemning á hæfileikakeppninni - Skessuhorn