
Nýju stofurnar eru um 230 fermetrar. Ljósm. vaks
Teigasel orðinn fimm deilda leikskóli
Í lok janúar voru teknar í notkun tvær kennslustofur ásamt tengibyggingu í leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Byggingin er timburhús sem byggð voru á þann hátt að hægt verður að flytja þau í burtu af lóðinni ef eða þegar þeirra verður ekki lengur þörf. Hönnun og skipulagsferli hófst í mars 2024, verkið var boðið út í júní og framkvæmdir hófust skömmu síðar. Nú rúmu hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust hafa kennslustofurnar verið teknar í notkun.