Fréttir

true

Grundarfjörður spyrnti sér af botninum

Það var mikið álag hjá stelpunum í blakliði UMFG um helgina. Á föstudaginn tóku þær á móti Blakfélagi Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu í Grundarfirði en þetta var síðasti heimaleikur liðsins í vetur. Fyrir helgina vermdu þær botnsætið í deildinni en Blakfélag Hafnarfjarðar var um miðja deild. Ekki áttu þær erindi sem erfiði í þeim leik þar…Lesa meira

true

Fimmtán tapleikir hjá Skallagrími

Skallagrímur tók á móti liði KV á föstudaginn í 19. umferð fyrstu deildar karla í körfubolta. Skallagrímur var fyrir leikinn með 8 stig í neðsta sæti deildarinnar en KV var þar rétt fyrir ofan með 12 stig og því var um að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið. Skallagrímur byrjaði leikinn af krafti og…Lesa meira

true

Snæfell í úrslitakeppnissæti

Snæfell tók á móti KFG í 1. deilda karla í körfubolta á fimmtudaginn en fyrir leikinn voru bæði lið með 12 stig, í 9. -10. sæti deildarinnar. Liðin sem enda í 2. sæti deildarinnar og niður í það 9. sæti spila um að komast upp í Bónus deild karla. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum…Lesa meira

true

Tveir bílar lentu í sjónum og mönnunum úr þeim bjargað

Laust eftir klukkan átta í morgun voru allir viðbragðsaðilar á Akranesi kallaðir út með hæsta forgangi að Akraneshöfn. Tveir bílar höfðu lent í höfninni við stóru bryggjuna eftir að stór alda hreif þá með sér. Einn var í hvorum bíl og náðist að bjarga þeim báðum í land. Annar var með fullri meðvitund en hinn…Lesa meira

true

Skagakonur efstar eftir sigur á Gróttu

Leikur ÍA og Gróttu í 3. umferð B deildar kvenna í Lengjubikarnum í knattspyrnu fór fram á föstudagskvöldið og var spilað í Akraneshöllinni. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu fyrir ÍA þegar Madison Schwartzenberger átti flotta sendingu inn fyrir vörn Gróttu, varnarmaður náði að senda boltann í átt til markmannsins en…Lesa meira

true

Tjón á vitavarðahúsinu á Breið

Í vestan flóðinu í gærkvöldi varð tjón á vitavarðahúsinu á Breið á Akranesi þar sem jafnframt er upplýsingamiðstöð ferðamanna. Sjór náði að brjóta glugga á vesturhlið hússins og flæddi inn. Þá er göngustígur sjávarmegin farinn og mikill grjótburður um alla Breiðina. Hilmar Sigvaldason vitavörður segist aldrei hafa vitað annan eins sjógang á Breiðinni, mögulega hafi…Lesa meira

true

Sjór flæddi á land á Akranesi

Sjór náði að fara yfir varnargarða á flóðum í gærkvöldi og svo aftur í morgun á Akranesi. Sjávarstaða var mjög há og svo bættist vestan hvassviðri við. Meðfylgjandi mynd var tekin skömmu eftir háflóð í gærkvöldi. Þarna er hluti Ægisbrautar umflotinn vatni og unnið við að hreinsa vatn sem náði í lægstu hús. Sjór flæddi…Lesa meira

true

Ný lýðheilsustefna fyrir Borgarbyggð í burðarliðnum

Vinna er hafin við nýja íþróttastefnu Borgarbyggðar. Á síðasta fundi byggðarráðs var farið yfir starfið framundan og fyrirkomulag samráðs. „Núverandi stefna fyrir árin 2018-2025 er að renna sitt skeið og því tímabært að vinna að nýrri stefnu. Í stað þess að gera sérstaka íþrótta- og tómstundastefnu verður unnið að gerð lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið og er…Lesa meira

true

Nemendur LhhÍ kepptu í kúadómum í París

Þrír nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands; Ingiberg Daði, Matthías Emil og Margrét Ylfa, tóku þátt í Paris International Agricultural Show sem fram fór í síðustu viku og lýkur í byrjun vikunnar. Á þessari stóru sýningu var m.a. keppt í kúadómum. Með nemendunum í för voru kennararnir Karen Björg Gestsdóttir og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson. Í vikulokapistli Ragnheiðar…Lesa meira

true

Bæta í viðvörunarstig í kvöld

Veðurstofan hefur nú fært viðvörunarstig vegna veðurs í kvöld í appelsínugult fyrir vestanvert landið. Fram á kvöldið verður suðvestan 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni við Breiðafjörð og Faxaflóa en síðar í kvöld færist hann í vestan 18-25 m/s með mjög snörpum vindhviðum. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi…Lesa meira