Fréttir

Bæta í viðvörunarstig í kvöld

Veðurstofan hefur nú fært viðvörunarstig vegna veðurs í kvöld í appelsínugult fyrir vestanvert landið. Fram á kvöldið verður suðvestan 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni við Breiðafjörð og Faxaflóa en síðar í kvöld færist hann í vestan 18-25 m/s með mjög snörpum vindhviðum. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Seint í nótt á að draga úr veðurhæðinni. Við þessar aðstæður er ekkert ferðaveður, segir í athugasemd veðurfræðinga. Nú þegar er búið að loka fyrir umferð um Holtavörðuheiði, en víða annarsstaðar í landshlutanum er hálka og éljagangur á vegum, m.a. á Snæfellsnesi og í Dölum.

Bæta í viðvörunarstig í kvöld - Skessuhorn